Fréttabréf væntanlegt- Ótrúleg kjarabót

Fréttabréf stéttarfélaganna er væntanlegt til lesenda í lok þessarar viku. Að þessu sinni er blaðið helgað orlofskostum fyrir félagsmenn sumarið 2014. Þar eru einnig fréttir eins og þessi:

 Ein besta kjarabót sem stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa samið um á síðari árum fyrir félagsmenn er samkomulagið sem þau gerðu við Flugfélagið Erni um afsláttarkjör á flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur.  Frá því að stéttarfélögin fóru að bjóða félagsmönnum upp á þessi vildarkjör í nóvember 2013 hafa félögin selt 540 flugmiða sem sparar félagsmönnum tæpar 5. milljónir sé tekið mið af miðlungs fargjaldi og jafngildir 28 fullum flugvélum af farþegum. Samkomulagið um afsláttarkjörin gildir til 1. maí 2014.  Vilji er til þess að halda samstarfinu áfram en flugfélagið hefur boðað að hækka þurfi miðana ekki síst vegna skatta stjórnvalda á flugrekstur.

Stéttarfélögin hafa sparað félagsmönnum tæpar 5. milljónir í ferðakostnað á þremur mánuðum. Erla Torfa og aðrir góðir félagsmenn nýta sér flugið og brosa sínu breiðasta yfir þessari góðu kjarabót.

Deila á