Gáfu sér tíma til að fá sér bollur

Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna gáfu sér tíma í dag til að setjast niður og fá sér heimsins bestu bollur sem Ingveldur Árnadóttir bakaði og færði samstarfsfólki sínu hjá stéttarfélögunum. Inga hóf nýlega störf hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands með aðsetur  á Skrifstofu stéttarfélaganna. Fyrir þá sem vilja fræðast um bolludaginn má lesa hér fróðleik um þennan merka dag sem lengi hefur fylgt okkur eða allavega frá árinu 1910.

Bolludagur er mánudagurinn í föstuinngangi, 7 vikum fyrir páska, en föstuinngangur kallast síðustu þrír dagarnir fyrir lönguföstu, sem hefst á miðvikudegi með öskudegi. Á Íslandi hefur tíðkast í yfir hundrað ár að borða bollur á þessum degi og í Þjóðólfi 1910 er talað um bolluát á bolludaginn.

Starfsmenn fengu sér bollur í dag eins og fjölmargir íslendingar, allir nema karlarnir, smá grín.

Deila á