Formaður Framsýnar verður á ferðinni í Kelduhverfi, Öxarfirði, Raufarhöfn, Þistilfirði og Þórshöfn á morgun. Hann mun heimsækja nokkra vinnustaði auk þess að vera gestur á félagsfundi hjá Verklýðsfélagi Þórshafar kl 17:00. Þeir sem þurfa að ná tali að honum á ferð hans um austursvæðið eru beðnir um að hafa samband við hann í síma 8646604.
Vinnustaðaheimsóknir eru mikilvægar í öflugu starfi Framsýnar. Formaður félagsins verður á ferðinni um austursvæðið á morgun.