Áríðandi fundur verður haldinn þriðjudaginn 4. mars kl.17.00 í matsal Íþróttamiðstöðvarinnar. Þar mun Aðalsteinn Á. Baldursson kynna sáttatillögu ríkissáttasemjara, sem undirrituð var 21. febrúar. Hægt verður að kjósa um sáttatillöguna í lok fundarins og einnig á skrifstofa V.Þ. miðvikudag og fimmtudag milli kl.9-12. Kosningu lýkur kl.12.00 fimmtudaginn 6.mars. Sáttatillagan gildir fyrir almennt verkafólk og verslunar og skrifstofufólk. Félagsmenn eru hvattir að mæta á fundinn og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Stjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar