Framsýn gekk í dag frá viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna starfsmanna sveitarfélaga á félagssvæðinu. Kjarasamningur félagsins við sambandið rennur út í lok apríl n.k. Ekki var áhugi fyrir því meðal stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar að afhenda Starfsgreinasambandi Íslands umboð til samningagerðar fyrir félagið eftir framkomu formanns SGS í garð félagsins og Verkalýðsfélags Akraness á dögunum. Verkalýðsfélag Þórshafnar hefur óskað eftir samstarfi við Framsýn um sameiginlegan kjarasamning við sambandið og hefur Framsýn orðið við þeirri beiðni. Áætlað er að viðræður aðila hefjist í næsta mánuði.