Kynningarefni vegna kjarasamninga

Helstu atriði sáttatillögu frá 21. febrúar 2014. Þann 21. febrúar síðastliðinn skrifaði Framsýn, Þingiðin og Verkalýðsfélag Þórshafnar undir sáttatillögu ríkissáttasemjara vegna nýrra kjarasamninga. Um er að ræða tillögu sem er hugsuð sem viðauki við kjarasamning sem undirritaður var 21. desember sl. við Samtök atvinnulífsins. Viðaukinn felur í sér hækkanir á desember- og orlofsuppbótum, en þær munu hækka um samtals 32.300 kr. frá síðast gildandi kjarasamningi. Desemberuppbót á árinu 2014 verður 73.600 og orlofsuppbót fyrir orlofsárið sem hefst 1. maí 2014 verður 39.500 kr. Einnig kemur til sérstök eingreiðsla verður greidd út til launafólks í stað launabreytinga frá 1. janúar 2014. Eingreiðslan nemur 14.600 kr. miðað við fullt starf, fyrir þá starfsmenn sem voru starfandi í janúar 2014 og voru ennþá starfandi þann 1. febrúar sl. Þá má nefna bókun sem Framsýn og Samtök atvinnulífsins gerðu með sér. Samkvæmt henni munu samningaaðilar skoða grundvöll fyrir breytingum á fyrirkomulagi fatapeninga í fiskvinnslum fyrir 1. maí næstkomandi og leggja til breytingar á þeim ef ástæða reynist til. Þá gerði Framsýn einnig samkomulag við SA um kjör starfsmanna á hvalaskoðunarbátum. Samningurinn gildir til loka febrúar 2015 og mun hann þá falla úr gildi án sérstakrar uppsagnar.

Helstu atriði í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 21. desember 2013 

Aðalatriði samningsins:

Samningurinn sem var undirritaður rétt fyrir jól er svokallaður aðfarasamning. Það þýðir að auk launabreytinga gefur samningurinn aðilum 12 mánuði til að undirbúa gerð langtímasamnings sem á að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og kaupmáttaraukningu til framtíðar. Vinna við undirbúning slíks langtímasamnings hefst strax í byrjun ársins. Með samningnum er tekin upp sú nýbreytni að gengið er frá sérstakri viðræðuáætlun sem unnið verður eftir með tímasettum markmiðum um framvindu viðræðna.

Nýi kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar til 31. desember 2014 en félagar hafa tækifæri til að greiða um hann atkvæði í þessum mánuði hjá sínu aðildarfélagi.

 Launabreytingar

Almenn hækkun
1. janúar 2014 skulu laun og kauptaxtar hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.

 Sérstök hækkun kauptaxta kr. 230.000 og lægri
Kauptaxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um jafnvirði eins launaflokks. Launaflokkur 1, byrjunarlaun, hækkar um kr. 9.565 og launaflokkur 17 , eftir sjö ár, hækkar um kr. 10.107. 

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf
Frá 1. janúar 2014 verður lágmarkstekjutrygging kr. 214.000 á mánuði fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki. 

  • Orlofsuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verðu kr. 29.500 
  • Desemberuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verður kr. 53.600 
  • Staðfest var launahækkun fiskvinnslufólks. Eftir tvö námskeið tekur það laun eftir launaflokki 9 að lágmarki. 

Sáttatillaga frá 21. febrúar 2014
Sáttatillaga ríkissáttasemjara er að gerður verði eftirfarandi viðauki við kjarasamninga milli hlutaðeigandi stéttarfélaga, Framsýnar, Verkalýðsfélags Þórshafnar, Þingiðnar og SA sem undirritaðir voru 21. desember 2013 en hafnað í atkvæðagreiðslu: 

Viðauki
Við kjarasamning Framsýnar, Verkalýðsfélags Þórshafnar, Þingiðnar og Samtaka atvinnulífsins frá 21. desember 2013

1.gr.Inngangur
Kjarasamningur aðila frá 21. desember 2013 tekur gildi 1. febrúar 2014 með þeim breytingum sem kveður á um í 2. og 3. gr. hér að neðan.

2.gr.Kaupliðir
Launbreytingar sem kveðið er á um í kjarasamningi frá 21. desember gilda frá og með 1. febrúar 2014.

Eingreiðsla
Í stað launabreytingar frá 1. janúar 2014 greiðist sérstök eingreiðsla, kr. 14.600 m.v. fullt starf, enda hafi starfsmaður starfað í janúar og var enn í starfi 1. febrúar 2014.

Desember- og orlofsuppbót.
Desember- og orlofsuppbætur hækka samtals um kr. 32.300 frá síðast gildandi kjarasamningi. Desemberuppbót miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 73.600.

Orlofsuppbót fyrir orlofsárið sem hefst 1. maí 2014 miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 39.500.

3.gr.Gildistími
Kjarasamningurinn gildir til 28. febrúar 2015 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar.

 4.gr.Atkvæðagreiðsla
Niðurstaða atkvæðagreiðslu skal tilkynna viðsemjendum og ríkissáttasemjara fyrir kl. 12.00 7. mars 2014.

Reykjavík, 21. febrúar 2014

f.h. Framsýnar, VÞ, Þingiðnar                                                                     f.h. Samtaka atvinnulífsins 

 

Bókun vegna fatapeninga í fiskvinnslu
Samkomulag hefur verið gert milli Starfsgreinasambands Íslands, Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins um athugun á þróun verðlags á fatnaði sem notaður er í fiskvinnslu með hugsanlega endurskoðun fatapeningagreiðslna kjarasamninga að markmiði. Haft verður samráð við Framsýn stéttarfélag í þeirri vinnu og mun breyting á fatapeningum einnig ná til kjarasamnings Framsýnar. 

Reykjavík, 21. febrúar 2014 

Fh. Framsýnar, stéttarfélags                                                  Fh. Samtaka atvinnulífsins 

Samkomulag vegna félagsmanna Framsýnar sem starfa á hvalaskoðunarbátum
Samkomulag aðila frá 9. Ágúst 2013 mun einnig gilda árið 2014 með þeim breytingum á launum sem kveðið er á um í kjarasamningi aðila. Mánaðarlaun almennra starfsmanna hækka þannig um kr. 9.750,- og aðrir kaupliðir til samræmis við þann samning. 

Sérstök viðbótarhækkun orlofsuppbótar (kr. 10.000) og desemberuppbótar (kr. 20.000) verður ekki felld inn í mánaðarlaun samkvæmt samningnum og skal greiðast sérstaklega samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um greiðslu orlofs- og desemberuppbótar. 

Reykjavík 21. febrúar 2014 

Fh. Framsýnar, stéttarfélags                                                Fh. Samtaka atvinnulífsins 


 

Kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins 

1. gr. Inngangur
Samningur þessi kemur til viðbótar heildarkjarasamningi SA og aðildarsamtaka ASÍ sem félögin eiga aðild að og fjallar um aðfararsamning, samningstíma, gildistöku, afgreiðslu kjarasamninga og önnur sameiginleg mál. 

Kjarasamningur þessi felur í sér breytingar og viðbætur við aðalkjarasamninga aðildarfélaga SGS, og sérkjarasamninga sem teljast hlutar þeirra, annarra en Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 

2. gr. Kaupliðir
Almenn launahækkun

Hinn 1. janúar 2014 skulu laun og kauptaxtar hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.

 Sérstök hækkun kauptaxta, 230.000 kr. og lægri

Launaflokkar í kjarasamningnum hækka sérstaklega, sbr. fylgiskjal með kjarasamningnum. Kauptaxtar gilda frá 1. janúar 2014. 

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skulu vera sem hér segir fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki:

1. janúar 2014, kr. 214.000 á mánuði. 

Desember- og orlofsuppbót

Desemberuppbót miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 53.600 (verður 73.600 skv. nýja samningnum).

Orlofsuppbót fyrir orlofsárið sem hefst 1. maí 2014 miðað við fullt starf er kr. 29.500 (verður 39.500 skv. nýja samningnum). 

3. gr.

Fylgiskjöl

Með samningi þessum fylgja breytingar á köflum kjarasamninga aðila sem undirritaðar hafa verið sérstaklega. 

Reykjavík 21. desember 2013 

F.h.     Starfsgreinasambands Íslands                                                        F.h. Samtaka atvinnulífsins 


 

Launatafla í gildi frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014

 

Mánaðarkaup Samkvæmt samningi SA og SGS frá 21. desember 2013
    Byrjunarlaun Eftir 1 ár Eftir 3 ár Eftir 5 ár Eftir 7 ár
Launaflokkur 1   201.317 202.905 204.517 206.153 207.814
Launaflokkur 2   202.905 204.517 206.153 207.814 209.500
Launaflokkur 3   204.517 206.153 207.814 209.500 211.211
Launaflokkur 4   206.153 207.814 209.500 211.211 212.948
Launaflokkur 5   207.814 209.500 211.211 212.948 214.711
Launaflokkur 6   209.500 211.211 212.948 214.711 216.500
Launaflokkur 7   211.211 212.948 214.711 216.500 218.316
Launaflokkur 8   212.948 214.711 216.500 218.316 220.159
Launaflokkur 9   214.711 216.500 218.316 220.159 222.030
Launaflokkur 10   216.500 218.316 220.159 222.030 223.928
Launaflokkur 11   218.316 220.159 222.030 223.928 225.856
Launaflokkur 12   220.159 222.030 223.928 225.856 227.812
Launaflokkur 13   222.030 223.928 225.856 227.812 229.798
Launaflokkur 14   223.928 225.856 227.812 229.798 231.814
Launaflokkur 15   225.856 227.812 229.798 231.814 233.859
Launaflokkur 16   227.812 229.798 231.814 233.859 235.936
Launaflokkur 17   229.798 231.814 233.859 235.936 238.043
Launaflokkur 18   231.814 233.859 235.936 238.043 240.182
Launaflokkur 19   233.859 235.936 238.043 240.182 242.354
Launaflokkur 20   235.936 238.043 240.182 242.354 244.558
Launaflokkur 21   238.043 240.182 242.354 244.558 246.795
Launaflokkur 22   240.182 242.354 244.558 246.795 249.065
Launaflokkur 23   242.354 244.558 246.795 249.065 251.370
Launaflokkur 24   244.558 246.795 249.065 251.370 253.709

 


 

Krónutöluhækkanir til þeirra sem eru á launatöxtum  
  Byrjunarlaun Eftir 1 ár Eftir 3 ár Eftir 5 ár Eftir 7 ár
Launaflokkur 1 9.565 9.588 9.612 9.636 9.661
Launaflokkur 2 9.588 9.612 9.636 9.661 9.686
Launaflokkur 3 9.612 9.636 9.661 9.686 9.711
Launaflokkur 4 9.636 9.661 9.686 9.711 9.737
Launaflokkur 5 9.661 9.686 9.711 9.737 9.763
Launaflokkur 6 9.686 9.711 9.737 9.763 9.789
Launaflokkur 7 9.711 9.737 9.763 9.789 9.816
Launaflokkur 8 9.737 9.763 9.789 9.816 9.843
Launaflokkur 9 9.763 9.789 9.816 9.843 9.871
Launaflokkur 10 9.789 9.816 9.843 9.871 9.898
Launaflokkur 11 9.816 9.843 9.871 9.898 9.928
Launaflokkur 12 9.843 9.871 9.898 9.928 9.956
Launaflokkur 13 9.871 9.898 9.928 9.956 9.986
Launaflokkur 14 9.898 9.928 9.956 9.986 10.016
Launaflokkur 15 9.928 9.956 9.986 10.016 10.045
Launaflokkur 16 9.956 9.986 10.016 10.045 10.077
Launaflokkur 17 9.986 10.016 10.045 10.077 10.107
Launaflokkur 18 10.016 10.045 10.077 10.107 10.139
Launaflokkur 19 10.045 10.077 10.107 10.139 10.172
Launaflokkur 20 10.077 10.107 10.139 10.172 10.204
Launaflokkur 21 10.107 10.139 10.172 10.204 10.237
Launaflokkur 22 10.139 10.172 10.204 10.237 10.270
Launaflokkur 23 10.172 10.204 10.237 10.270 10.305
Launaflokkur 24 10.204 10.237 10.270 10.305 10.339
             

 


Hækkun launa og lækkun skatta 1. janúar 2014    
Mánaðarlaun í kr. Launahækkun á mánuði+ Skatta-lækkun* Samtals Breyting í prósentum
190.000 230.000 9.750 0 9.750 5,13%-4,24%
235.000 285.000 8.000 0 – 539 8.000 – 8.539 3,4%-3%
300.000   8.400 957 9.357 3,12%
350.000   9.800 1.245 11.045 3,16%
400.000   11.200 1.485 12.685 3,17%
450.000   12.600 1.725 14.325 3,18%
500.000   14.000 1.965 15.965 3,19%
600.000   16.800 2.445 19.245 3,21%
700.000   19.600 2.925 22.525 3,22%
800.000   22.400 3.405 25.805 3,23%
900.000   25.200 3.470 28.670 3,19%
1.000.000   28.000 3.470 31.470 3,15%
+ Sérstök hækkun launataxta hjá SGS og Flóabandalaginu er 1. launaflokkur en hjá VR og LÍV hækka taxtar
undir 230 þús.kr. um 9.750 kr. sem er meðaltalið milli flokka í launatöflu SGS og Flóabandalagsins.
* Áhrif breytinga á lögum um tekjuskatt 1. janúar 2014.      

 

Hækkun launa og lækkun skatta 1. janúar 2014    
Mánaðarlaun Launahækkun á mánuði+ Skatta- Skatta- Samtals Breyting í prósentum
í kr. lækkun* lækkun**
190.000 230.000 9.750 0 2.036 11.786 6,2-5,1%
235.000 285.000 8.000 0 – 539 2.036 10.036 4,3-3,7%
300.000   8.400 957 2.429 11.786 3,90%
350.000   9.800 1.245 2.429 13.474 3,80%
400.000   11.200 1.485 2.429 15.114 3,80%
450.000   12.600 1.725 2.429 16.754 3,70%
500.000   14.000 1.965 2.429 18.394 3,70%
600.000   16.800 2.445 2.429 21.674 3,60%
700.000   19.600 2.925 2.429 24.954 3,60%
800.000   22.400 3.405 4.138 29.943 3,70%
900.000   25.200 3.470 4.913 33.583 3,70%
1.000.000   28.000 3.470 4.913 36.383 3,60%
+ Sérstök hækkun launataxta hjá SGS og Flóabandalaginu er 1. launaflokkur en hjá VR og LÍV hækka taxtar
undir 230 þús.kr. um 9.750 kr. sem er meðaltalið milli flokka í launatöflu SGS og Flóabandalagsins.
* Áhrif breytinga á lögum um tekjuskatt 1. janúar 2014.      
** Áhrif af verðtryggingu persónuafsláttar sem ASÍ samdi um 2006 og hækkun tekjumarka skv. lögum.
               

 

 

Dagvinna

Samkvæmt samningi SA og SGS frá 21. desember 2013
    Byrjunarlaun Eftir 1 ár Eftir 3 ár Eftir 5 ár Eftir 7 ár
             
Launaflokkur 1   1.161,47 1.170,63 1.179,93 1.189,37 1.198,95
Launaflokkur 2   1.170,63 1.179,93 1.189,37 1.198,95 1.208,68
Launaflokkur 3   1.179,93 1.189,37 1.198,95 1.208,68 1.218,55
Launaflokkur 4   1.189,37 1.198,95 1.208,68 1.218,55 1.228,57
Launaflokkur 5   1.198,95 1.208,68 1.218,55 1.228,57 1.238,74
Launaflokkur 6   1.208,68 1.218,55 1.228,57 1.238,74 1.249,06
Launaflokkur 7   1.218,55 1.228,57 1.238,74 1.249,06 1.259,54
Launaflokkur 8   1.228,57 1.238,74 1.249,06 1.259,54 1.270,17
Launaflokkur 9   1.238,74 1.249,06 1.259,54 1.270,17 1.280,97
Launaflokkur 10   1.249,06 1.259,54 1.270,17 1.280,97 1.291,92
Launaflokkur 11   1.259,54 1.270,17 1.280,97 1.291,92 1.303,04
Launaflokkur 12   1.270,17 1.280,97 1.291,92 1.303,04 1.314,33
Launaflokkur 13   1.280,97 1.291,92 1.303,04 1.314,33 1.325,78
Launaflokkur 14   1.291,92 1.303,04 1.314,33 1.325,78 1.337,41
Launaflokkur 15   1.303,04 1.314,33 1.325,78 1.337,41 1.349,21
Launaflokkur 16   1.314,33 1.325,78 1.337,41 1.349,21 1.361,20
Launaflokkur 17   1.325,78 1.337,41 1.349,21 1.361,20 1.373,35
Launaflokkur 18   1.337,41 1.349,21 1.361,20 1.373,35 1.385,69
Launaflokkur 19   1.349,21 1.361,20 1.373,35 1.385,69 1.398,22
Launaflokkur 20   1.361,20 1.373,35 1.385,69 1.398,22 1.410,94
Launaflokkur 21   1.373,35 1.385,69 1.398,22 1.410,94 1.423,84
Launaflokkur 22   1.385,69 1.398,22 1.410,94 1.423,84 1.436,94
Launaflokkur 23   1.398,22 1.410,94 1.423,84 1.436,94 1.450,24
Launaflokkur 24   1.410,94 1.423,84 1.436,94 1.450,24 1.463,73

 

 

 


 

Yfirvinna Samkvæmt samningi SA og SGS frá 21. desember 2013
             
    Byrjunarlaun Eftir 1 ár Eftir 3 ár Eftir 5 ár Eftir 7 ár
Launaflokkur 1   2.090,68 2.107,17 2.123,91 2.140,90 2.158,15
Launaflokkur 2   2.107,17 2.123,91 2.140,90 2.158,15 2.175,66
Launaflokkur 3   2.123,91 2.140,90 2.158,15 2.175,66 2.193,43
Launaflokkur 4   2.140,90 2.158,15 2.175,66 2.193,43 2.211,46
Launaflokkur 5   2.158,15 2.175,66 2.193,43 2.211,46 2.229,77
Launaflokkur 6   2.175,66 2.193,43 2.211,46 2.229,77 2.248,35
Launaflokkur 7   2.193,43 2.211,46 2.229,77 2.248,35 2.267,21
Launaflokkur 8   2.211,46 2.229,77 2.248,35 2.267,21 2.286,35
Launaflokkur 9   2.229,77 2.248,35 2.267,21 2.286,35 2.305,78
Launaflokkur 10   2.248,35 2.267,21 2.286,35 2.305,78 2.325,49
Launaflokkur 11   2.267,21 2.286,35 2.305,78 2.325,49 2.345,51
Launaflokkur 12   2.286,35 2.305,78 2.325,49 2.345,51 2.365,83
Launaflokkur 13   2.305,78 2.325,49 2.345,51 2.365,83 2.386,45
Launaflokkur 14   2.325,49 2.345,51 2.365,83 2.386,45 2.407,39
Launaflokkur 15   2.345,51 2.365,83 2.386,45 2.407,39 2.428,63
Launaflokkur 16   2.365,83 2.386,45 2.407,39 2.428,63 2.450,20
Launaflokkur 17   2.386,45 2.407,39 2.428,63 2.450,20 2.472,08
Launaflokkur 18   2.407,39 2.428,63 2.450,20 2.472,08 2.494,29
Launaflokkur 19   2.428,63 2.450,20 2.472,08 2.494,29 2.516,85
Launaflokkur 20   2.450,20 2.472,08 2.494,29 2.516,85 2.539,73
Launaflokkur 21   2.472,08 2.494,29 2.516,85 2.539,73 2.562,97
Launaflokkur 22   2.494,29 2.516,85 2.539,73 2.562,97 2.586,54
Launaflokkur 23   2.516,85 2.539,73 2.562,97 2.586,54 2.610,48
Launaflokkur 24   2.539,73 2.562,97 2.586,54 2.610,48 2.634,77

 

Fatapeningar í fiskvinnslu.

Fatapeningar á greiddan tíma kr. 11,53

Fatapeningar í saltfisk- og skreiðarvinnu kr. 13,18

 

Reiknitala ákvæðisvinnu í fiskvinnslu

Reiknitala ákvæðisvinnu í fiskvinnslu (Bónus) 145,05

Reiknitala í hóplaunakerfi 195,68

Á gildistíma samnings þessa skulu þeir 16 og 17 ára unglingar sem vinna skv. bónuskerfi í fiskvinnslu, eða í fiskvinnslu þar sem tekin hefur verið upp föst bónusgreiðsla vegna þess að afköst eru vélstýrð, ekki taka lægri laun en skv. 18 ára taxta.

 

Fæðispeningar verkamanna.

Ef um eina máltíð er að ræða.  1.533 kr.

Ef um tvær máltíðir er að ræða þ.e. hádegisverð og kvöldverð.  3.202 kr.

Ef um þrjár máltíðir er að ræða þ.e. morgunmat., hádegisverð og kvöldverð. 4.454 kr. 


 

Starfsmenn á veitinga-, þjónustu- og greiðasölustöðum  
Dagvinna 172 tímar í mánuði.        
             
Launaflokkur 1  Tímakaupsfólk (ekki í vaktavinnu)    
  Mán.laun Dagvinna Yfirvinna Stórh.kaup    
16 ára unglingar 181.185 1.053,40 1.881,61 2.491,30    
17 ára unglingar 191.251 1.111,93 1.986,14 2.629,70    
Byrjunarl. 18 ára 201.317 1.170,45 2.090,68 2.768,11    
Eftir 1 árs starf 202.905 1.179,68 2.107,17 2.789,94    
Eftir 3 ára starf 204.517 1.189,05 2.123,91 2.812,11    
Eftir 5 ár starf 206.153 1.198,56 2.140,90 2.834,60    
Eftir 7 ár hjá            
sama fyrirtæki 207.814 1.208,22 2.158,15 2.857,44    
       
Launaflokkur 5   Almenn vinna. Vaktavinna      
             
  Mán.laun Dagvinna Yfirvinna Stórh.

kaup

33% álag 45%

álag

16 ára unglingar 187.033 1.087,40 1.942,33 2.571,70 358,84 489,33
17 ára unglingar 197.423 1.147,81 2.050,24 2.714,57 378,78 516,51
Byrjunarl. 18 ára 207.814 1.208,22 2.158,15 2.857,44 398,71 543,70
Eftir 1 árs starf 209.500 1.218,02 2.175,66 2.880,63 401,95 548,11
Eftir 3 ára starf 211.211 1.227,97 2.193,43 2.904,15 405,23 552,59
Eftir 5 ár starf 212.948 1.238,07 2.211,46 2.928,04 408,56 557,13
Eftir 7 ár hjá            
sama fyrirtæki 214.711 1.248,32 2.229,77 2.952,28 411,95 561,74
             
Launaflokkur 6  Sérþjálfaðir starfsmenn Vaktavinna.    
             
  Mán.laun Dagvinna Yfirvinna Stórh.

kaup

33% álag 45%

álag

16 ára unglingar 188.550 1.096,22 1.958,09 2.592,56 361,75 493,30
17 ára unglingar 199.025 1.157,12 2.066,87 2.736,59 381,85 520,70
Byrjunarl. 18 ára 209.500 1.218,02 2.175,66 2.880,63 401,95 548,11
Eftir 1 árs starf 211.211 1.227,97 2.193,43 2.904,15 405,23 552,59
Eftir 3 ára starf 212.948 1.238,07 2.211,46 2.928,04 408,56 557,13
Eftir 5 ár starf 214.711 1.248,32 2.229,77 2.952,28 411,95 561,74
Eftir 7 ár hjá            
sama fyrirtæki 216.500 1.258,72 2.248,35 2.976,88 415,38 566,42

 


 

Samantekt úr kjarasamningi milli

Flóabandalagsins (Efling, Hlíf, VSFK), Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsambands Íslands, Samiðnar – sambands iðnfélaga, Starfsgreinasambands Íslands, VR, félaga með beina aðild (Félag bókagerðarmanna, Félag hársnyrtisveina, Félag leiðsögumanna, MATVÍS, VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna) og samninganefndar ASÍ annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar

Aðgerðir til stuðnings kaupmætti 

Forsenda þess að unnt verði að gera kjarasamninga til a.m.k. tveggja ára fyrir lok samningstímans er að mótuð hafi verið ný peningamálastefna sem stefna stjórnvalda í efnahags- og félagsmálum styður á hverjum tíma. Í þeirri vegferð er mikilvægt að verðbólgumarkmið ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans, 2,5%, náist á árinu 2014. Hjöðnun verðbólgu krefst samstillingar ákvarðana á vinnumarkaði, í fjármálum ríkis og sveitarfélaga og í peningamálum.

Samningsaðilar skulu á gildistíma þessa kjarasamnings fjalla um og fylgja eftir aðgerðum til stuðnings þessum markmiðum. Eftirfarandi aðgerðum er ætlað að styrkja markmið samningsins um aukinn kaupmátt, hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólguvæntinga almennings, fyrirtækja, opinberra aðila og aðila á fjármálamarkaði:

  1. Gengið er út frá því að ákvarðanir um hækkun krónutölugjalda í fjárlögum ríkisins og gjaldskráa ríkis og sveitarfélaga, auk fyrirtækja í þeirra eigu, vegna ársins 2014 samrýmist stöðugu verðlagi.
  2. Gengið er út frá því að fyrirtæki gæti ýtrasta aðhalds í verðákvörðunum sínum í ljósi kostnaðaráhrifa þessa samnings og þeirra breyttu verðbólguvæntinga sem honum er ætlað að stuðla að.
  3. Aðilar samningsins munu í samstarfi við stjórnvöld leita leiða til að takmarka hvers kyns sjálfvirka verðuppfærslu viðskiptasamninga og gjaldskráa fyrirtækja og stofnana.
  4. Aðilar samningsins munu í samstarfi við stjórnvöld beita sér fyrir endurskoðun á vörugjöldum og tollum með lækkun verðlags að markmiði.
  5. Aðilar samningsins munu sameiginlega og hvor í sínu lagi beita sér fyrir verðstöðugleika og aðhaldi í verðlagsmálum.

Aðilar samningsins ganga út frá því að heildarlaunabreytingar á samningstímanum samrýmist verðbólgumarkmiðinu, 2,5%. Í því felst það markmið að hækkun launavísitölu Hagstofu Íslands verði innan við 4% á árinu 2014.  Það felur í sér að við framkvæmd kjarasamninga á árinu 2014 verði launabreytingar ekki umfram það sem leiðir af kjaratengdum ákvæðum þessa kjarasamnings, samningsbundinni réttindaávinnslu og starfsþróun.

 

Nýtt íslenskt samningalíkan

Heildarsamtökin á vinnumarkaði hafa sameiginlega greint skipulag vinnumarkaðar, undirbúning og gerð kjarasamninga á Norðurlöndunum með það að markmiði að móta nýtt íslenskt kjarasamningalíkan að norrænni fyrirmynd eftir því sem aðilar verða ásáttir um. Helstu einkenni norræna líkansins eru; atvinnugreinasamningar milli samtaka atvinnurekenda og samflots stéttarfélaga (kartela) sem taka til allra starfsmanna fyrirtækja í viðkomandi grein; svigrúm fyrir launabreytingar ræðst af samkeppnishæfni og sjálfbærni greina í alþjóðlegri samkeppni; fastmótað samspil launaákvarðana á almennum og opinberum vinnumarkaði; miðlægir samningar um kostnaðarramma sem útfærðir eru í nærsamningum. 

Fyrir lok febrúar 2014 munu aðilar skilgreina þær greinar þar sem atvinnugreinasamningar geta hentað. Í framhaldi þeirrar vinnu sem fram mun fara eru aðilar sammála um að stefna að því að gera einn eða fleiri atvinnugreinasamninga.

Viðræðuáætlun 

Markmið

Aðilar munu þegar hefja viðræður vegna þeirra kjarasamninga sem framlengdir eru með samningi þessum og gilda til 31. desember 2014 með það fyrir augum að ljúka gerð nýrra samninga fyrir þann tíma. Markmið þeirra verði vaxandi kaupmáttur, efnahagslegur stöðugleiki og lág verðbólga, bætt samkeppnisstaða atvinnulífsins og stöðugt gengi krónunnar. Aðilar eru sammála um mikilvægi þess að skapa raunhæfar væntingar í samfélaginu til mögulegs ávinnings af kjarasamningum.

Gildissvið

Áætlun þessi tekur til aðalkjarasamninga, sérkjarasamninga og annarra samninga sem falla undir eða eru hluti aðalkjarasamninga.

Samningsumboð 

Fyrir lok janúar 2014 leggi samningsaðilar skriflega fram skipun samninganefnda og umboð þeirra til samningaviðræðna.

Launatölfræði og efnahagsupplýsingar

Í maí 2014, eða eins fljótt og auðið er, munu samningsaðilar kortleggja samningsniðurstöður á samningssviði aðila og leggja mat á framkvæmd og áhrif samninganna á grundvelli gagna frá Hagstofu Íslands. Í þeirri vinnu verður einnig litið til undangenginna tveggja samningstímabila. Niðurstöður verði gefnar út í skýrslu.

Skýrslan „Í aðdraganda kjarasamninga – efnahagsumhverfi og launaþróun“ frá í október 2013 sem unnin var af samningsaðilum á opinberum- og almennum vinnumarkaði verður uppfærð fyrir lok september 2014.

Sérmál önnur en launaliðir

Viðræður einstakra samningsaðila um breytingar á þeim ákvæðum gildandi kjarasamninga sem ekki varða launalið verði skipulagðar um einstaka þætti þannig að viðræður um sömu eða skylda þætti fari fram á sama tíma milli allra samningsaðila. Kröfur komi fram fyrir lok janúar 2014.

Endurskoðun viðræðuáætlunar 

Fyrir lok september 2014 skulu aðilar sameiginlega meta stöðu viðræðna og þörf fyrir endurskoðun viðræðuáætlunar. Þar skal tekin afstaða til þess hvort óskað er milligöngu ríkissáttasemjara skv. 1. mgr. 24. gr. laga 80/1938.

Launaliðir

Viðræður um launaliði hefjist fyrir 15. október 2014 á grundvelli krafna sem þá skulu vera komnar fram. Jafnframt verða aðrir þættir kjarasamninga ræddir að því marki sem lausn ágreiningsefna um þá kann að tengjast samningum um launaliði.

Fyrirkomulag samningaviðræðna

Fundir skulu að jafnaði haldnir í húsakynnum ríkissáttasemjara nema samkomulag verði um annað. Fundir verði skráðir sem og efni þeirra og framlögð gögn. 

Fundaáætlun / tímasett markmið

Þegar kröfur liggja fyrir geri aðilar áætlun um framgang viðræðna ásamt tímasettum markmiðum.

Lok viðræðna

Hafi samningar ekki tekist fjórum vikum áður en kjarasamningar renna út skal tekin ákvörðun um það hvort og þá hvenær ríkissáttasemjari taki við stjórn viðræðna sbr. 2.mgr. 24.gr. laga nr. 80/1938.

Breytt ákvæði kjarasamninga 

Veikindi og slys í orlofi 

Viðeigandi ákvæði kjarasamninga um veikindi í orlofi breytist og hljóði svo:

Veikindi og slys í orlofi:

„Veikist starfsmaður í orlofi innanlands, í landi innan EES svæðisins, Sviss, Bandaríkjunum eða Kanada það alvarlega að hann geti ekki notið orlofsins skal hann á fyrsta degi tilkynna það atvinnurekanda t.d. með símskeyti, rafpósti eða á annan sannanlegan hátt nema force major aðstæður hindri en þá um leið og því ástandi léttir. Fullnægi starfsmaðurinn tilkynningarskyldunni, standi veikindin lengur en í 3 sólarhringa og tilkynni hann atvinnurekanda innan þess frests hvaða læknir annist hann eða muni gefa út læknisvottorð, á hann rétt á uppbótarorlofi jafnlangan tíma og veikindin sannanlega vöruðu. Undir framangreindum ástæðum skal starfsmaður ávallt færa sönnur á veikindi sín með læknisvottorði. Atvinnurekandi á rétt á að láta lækni vitja starfsmanns er veikst hefur í orlofi. Uppbótarorlof skal eftir því sem kostur er veitt á þeim tíma sem starfsmaður óskar á tímabilinu 2. maí til 15. september, nema sérstaklega standi á. Sömu reglur og að ofangreinir gilda um slys í orlofi.“ 

Skrifleg staðfesting ráðningar 

Við ákvæði kjarasamninga um ráðningarsamninga og ráðningarbréf bætist eftirfarandi ákvæði: 

Réttur til skaðabóta

„Brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum þessarar greinar getur það varðað hann skaðabótum.“ 

Samsvarandi ákvæði komi inn í samkomulag ASÍ og SA um skriflega staðfestingu ráðningar.

Bókanir 

Sameiginleg launastefna samningsaðila

Kjarasamningar undirritaðir í dag fela í sér tilteknar niðurstöður um almenna launahækkun, hækkun kauptaxta og aðrar breytingar sem saman mynda heildarkostnað gagnvart atvinnulífinu á samningssviði aðila. Almenn launahækkun er 2,8% á samningstímanum, þó að lágmarki 8.000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Að auki hækka launataxtar undir 230.000 kr. á mánuði sérstaklega.

 Krónutöluhækkun og sérstök hækkun lægstu kauptaxta er sértæk láglaunaaðgerð sem hækkar launakostnað misjafnlega eftir greinum. 

Framangreind niðurstaða kjarasamninga felur í sér að mótuð hefur verið sameiginleg og samræmd launastefna gagnvart þeim samningum sem enn eru ógerðir á samningssviði aðila. Samningsaðilar skuldbinda sig til þess að framfylgja framangreindri launastefnu á árinu 2014.

Í þessu felst m.a. að launakerfi sem samsett eru af grunnlaunum og  aukagreiðslum og/eða álögum (þó ekki vaktaálögum), hvort sem er í formi prósenta eða fastrar fjárhæðar innan dagvinnumarka, þarf að aðlaga þannig að fjárhæðir aukagreiðslna og álaga hækki um 2,8%. 

Skrifleg staðfesting ráðningar

Aðilar eru sammála um, að nokkur misbrestur er á að gerðir séu skriflegir ráðningarsamningar eða ráðning staðfest skriflega í samræmi við ákvæði kjarasamninga um ráðningarsamninga og ráðningarbréf. Samningsaðilar munu á samningstímabilinu vinna að því að kynna skyldur atvinnurekenda og réttindi launamanna samkvæmt þessum ákvæðum.  Aðilar munu fyrir árslok 2015 gera úttekt á framkvæmd ákvæðisins og virkni þess, og endurskoða það í ljósi hennar. Nýju ákvæði um viðurlög er ætlað að mæta athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Telji ESA ákvæðið ekki fullnægjandi munu samningsaðilar þegar taka upp viðræður til að bregðast við.

 

Ákvarðanir ríkisstjórnar í tengslum við niðurstöðu kjaraviðræðna

Þann 21. desember sl. sendi ríkisstjórnin bréf til ASÍ og SA þar sem fram komu þær ráðstafanir sem hún mun beita sér fyrir í tengslum við niðurstöðu kjaraviðræðna á almennum vinnumarkaði. Í bréfinu kom m.a. fram að forsenda fyrir frekari aðkomu ríkisstjórnarinnar að gerð kjarasamninga, en þegar er orðin, er að samningsaðilar næðu saman um kaup og kjör. Aðilar vinnumarkaðarins hafa nú tjáð ríkisstjórninni að umgjörð um samninga á almennum vinnumarkaði og efnisatriði nýrra kjarasamninga liggi í meginatriðum fyrir. Til að greiða fyrir gerð þeirra er ríkisstjórnin reiðubúin að veita skuldbindandi fyrirheit um eftirtaldar ráðstafanir: 

  1. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014 er boðað að miðþrep í tekjuskatti einstaklinga lækki úr 25,8% í 25% og hefur sú breyting verið lögfest. Jafnframt hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að hún hyggist beita sér fyrir heildarendurskoðun á tekjuskattskerfinu í áföngum með einföldun, fækkun skattþrepa og lækkun jaðarskatta að markmiði. Í ljósi stöðu kjaraviðræðna verður lagt fram frumvarp þar sem efri mörk lægsta þreps tekjuskatts hækka í 290 þúsund krónur og skatthlutfall í miðþrepi verður 25,3%. Í þessu felst að skattalækkanir þessar muni koma hinum tekjulægri til góða, jafnframt því sem þær eru liður í að einfalda og auka skilvirkni skattkerfisins. Er stefnt að því að tekin verði frekari skref í þá átt við framlagningu frumvarps til fjárlaga 2015.
  2. Næstu tvö ár verði gjaldskrárhækkanir ríkisins undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, miðað við þær forsendur sem samningarnir byggja á. Náist kjarasamningar til lengri tíma með stöðugleika að leiðarljósi yrði stefnt að því að gjaldskrárhækkanir ríkisins verði innan þeirra marka út samningstímann. Þannig leggur ríkisstjórnin sitt af mörkum til að tryggja verðlagsstöðugleika með öðrum opinberum aðilum. Afar brýnt er að fyrirtæki á markaði axli ábyrgð á þróun verðlags og er gengið út frá að svo verði.
  3. Ríkisstjórnin lýsir því yfir að hún muni við samþykkt kjarasamninga endurskoða til lækkunar vissar breytingar á gjöldum sem samþykktar hafa verið í tengslum við afgreiðslu fjárlaga 2014 til að stuðla að því að verðlagsáhrif, sem af þeim leiði, verði minni en ella og innan verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands.
  4. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því  að fyrirtæki í ríkiseigu, þ.m.t. orkufyrirtæki, gæti ýtrasta aðhalds við gjaldskrárbreytingar á komandi ári.
  5. Ríkisstjórnin hyggst áfram vinna að umbótum í menntamálum þeirra sem litla menntun hafa í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.
  6. Í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 15. nóvember sl. um undirbúning kjarasamninga verður komið á fastanefnd um samskipti hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins og mun það samstarf m.a. miða að virku aðhaldi í verðlagsmálum.  Endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu, sem senn hefst, verður unnin í samráði við samtök atvinnuveitenda og launþega.
Deila á