Bændur úr Suður- Þingeyjarsýslu gerðu sér góða ferð í norðursýsluna um helgina. Komið var við á þremur bæjum; Gunnarsstöðum, Ytra- Álandi og Ytra- Lóni. Ferðin endaði svo með sameiginlegum kvöldverði í skólanum á Svalbarði þar sem menn fengu jafnframt fræðslu um setrið sem þar stendur til að setja upp um forystufé. Ekki þarf að taka fram að ferðin tókst í alla staði mjög vel enda bændur í S-Þing upp til hópa miklir gleðimenn, þegar það á við. Sjá myndir úr ferðinni: