Starfsmenn finna fyrir óþægindum

Starfsmenn sem starfa í Vaðlaheiðargöngum hafa verið í sambandi við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík þar sem vinnuaðstæður í göngunum hafa verið mjög varhugaverðar eftir að  43°heitt vatn fór að flæða út úr stafni Vaðlaheiðarganga og dæmi eru um að menn hafi þurft að leita sér læknishjálpar.  Vatnið fór að flæða þegar verið var að bora fyrir sprengiefni í göngunum. Framsýn hefur komið því til leiðar að Vinnueftirlitið verði fengið til að taka út aðstæður og þegar í stað verði gripið til aðgerða til að gæta fyllsta öryggis starfsmanna. Starfsmennirnir sem starfa við gangnagerðina eru í nokkrum stéttarfélögum, þar á meðal Framsýn.

 Starfsmenn Vaðlaheiðagangna hafa fundið fyrir verulegum óþægindum eftir að 43° heitt vatn fór að flæða úr berginu inn í göngin. (Mynd. akv.is)

Deila á