Fulltrúar Þingiðnar voru í dag boðaðir á fund Ríkissáttasemjara næsta fimmtudag í Reykjavík með forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Fundurinn hefst kl. 13:00. Eins og kunnugt er felldu félagsmenn Þingiðnar samninginn með miklum stæl enda ekki boðlegur iðnaðarmönnum. Við munum verða með frekari fréttir af fundinum eftir samningafundinn á fimmtudag.
Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar fer suður á fimmtudaginn til fundar með talsmenn Samtaka atvinnulífsins. Með honum í för verður Aðalsteinn Á. Baldursson starfsmaður félagsins og hugsanlega varaformaður Þingiðnar, Vigfús Leifsson.