Félagsmenn Þingiðnar í leikhús

Stjórn Þingiðnar hefur ákveðið að standa fyrir leikhúsferð fyrir félagsmenn og maka þeirra í Breiðumýri í lok næsta mánaðar auk þess að bjóða upp á kvöldverð. Um þessar mundir er Leikdeild Eflingar að æfa nýtt leikrit eftir Hörð Benónýson. Þegar nær dregur munu félagsmenn fá bréf með helstu upplýsingum um leikhúsferðina.

Hér má sjá þrjá góða Mývetinga úr síðustu ferð Þingiðnar, sem var leikhúsferð til Akureyrar.

Deila á