Rétt í þessu var Ríkissáttasemjari að boða fulltrúa Framsýnar til sáttafundar í Reykjavík á morgun kl. 14:30. Samningsumboð Framsýnar var hjá Starfsgreinasambandi Íslands en er nú komið aftur til félagsins þar sem kjarasamningur SGS og SA var felldur í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Fundurinn á morgun verður með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins.