Í dag var haldinn formannafundur hjá Starfsgreinasambandi Íslands. Tilefni fundarins var að fara yfir þá stöðu sem er á vinnumarkaði, en flest öll félög innan SGS (félög með 85% félagsmanna) felldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gerður var í desember s.l..
Á fundinum í dag var í raun engin ákvörðun tekin um samstarfa og fer því hvert félag innan SGS með samningsumboð að nýju.
Kjaradeilunni hafði áður verið vísað til Ríkissáttasemjara og fer hann því með verkstjórn í verðandi kjaraviðræðunum.