Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, fundaði með ríkissáttasemjara fyrir helgina. Hann gerði honum grein fyrir niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning SA og SGS/LÍV. Þá fóru þeir sameiginlega yfir stöðuna þar sem fyrir liggur að meirihluti stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins felldu kjarasamninginn.