Kjörstjórn Framsýnar mun koma saman í dag og telja atkvæðin úr atkvæðagreiðslunni um kjarasamninginn. Kjörsókn hefur verið góð og væntanlega mun kjörsóknin verða um 30% ef marka má síðustu daga en menn geta kosið til kl. 16:00 í dag. Útslitin liggja síðan fyrir í fyrramálið og munu þau þá verða birt á heimasíðu stéttarfélaganna. Þá má geta þess að Kjörstjórn Þingiðnar mun einnig koma saman í dag og fara yfir atkvæðagreiðsluna og niðurstöðu hennar hjá iðnaðarmönnum í Þingeyjarsýslum. Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur verið kölluð saman til fundar á morgun kl. 17:00 til að fara yfir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Það sama á við um stjórn Þingiðnar sem mun koma saman á miðvikudagskvöldið kl. 20:00.
Á morgun mun koma í ljós hversu mörg stéttarfélög muni fella kjarasamningana.