Þó nokkur dæmi eru um að íbúar á félagssvæði Framsýnar hafi sett sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna og gert alvarlegar athugasemdir við hækkanir sveitarfélaga á þjónustugjöldum auk þess sem verðlag í búðum virðist vera á uppleið, það á þó ekki við um allar búðir. Sérstakar athugasemdir hafa borist vegna hækkana hjá Skútustaðahrepp, Norðurþingi og Orkuveitu Húsavíkur. Mikilvægt er að fólk fylgist afar vel með verðhækkunum og komi þeim á framfæri við Skrifstofu stéttarfélaganna eða verðlagseftirlit ASÍ.
Óvenju margar kvartanir berast daglega til Skrifstofu stéttarfélaganna vegna hækkana á verðlagi.