Fundur með starfsfólki Fjallalambs í morgun

Formaður Framsýnar fór í vinnustaðaheimsókn í morgun í Fjallalamb. Þar átti hann góðan fund með starfsmönnum og gerði þeim jafnframt grein fyrir kjarasamningnum. Töluverðar umræður urðu um samninginn og skattalækkanir ríkistjórnarinnar sem koma ekki vel við starfsmenn sem taka laun eftir lægstu kauptöxtunum. Á heimleiðinni frá Kópaskeri var aðeins komið við í Silfurstjörnunni og Rifósi en þar var allt á fullu og því lítill tími hjá starfsmönnum til að setjast niður og ræða sín mál.

Deila á