Setið við öll borð

Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi Framsýnar á Raufarhöfn um nýgerðan kjarasamning SGS og SA sem haldinn var í gær. Formaður Framsýnar fór yfir samninginn, gerði grein fyrir helstu breytingum og fjallaði um aðgerðir ríkistjórnarinnar í skatta- og velferðarmálum. Eftir kynninguna urðu góðar umræður um samninginn áður en mönnum gafst tækifæri á að greiða atkvæði um samninginn.

Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi Framsýnar á Raufarhöfn.

Það hefur engin félagsmaður Framsýnar staðið upp á kynningarfundunum og lýst yfir ánægju sinni með samninginn.

Á heimleiðinni frá Raufarhöfn var komið við í Öxarfjarðarskóla þar sem boðið var upp á kynningu fyrir félagsmenn Framsýnar á svæðinu.

Deila á