Starfsmenn Norðlenska á Húsavík óskuðu eftir að fá að greiða atkvæði um kjarasamninginn í hádeginu í dag. Að sjálfsögðu varð Kjörstjórn Framsýnar við beiðninni og heimilaði það með því að mæta á vinnustaðinn. Rétt er að ítreka það að starfsmenn Framsýnar eru tilbúnir að koma á vinnustaði og heimila fólki að kjósa komi þeir því ekki við að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og kjósa.
Starfsmenn Norðlenska óskuðu eftir að fá að kjósa um kjarasamninginn í hádeginu í dag.