Fundarboð frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar

Föstudaginn 10. janúar 2014. kl.17.00 verða nýgerðir kjarasamningar milli Starfgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins kynntir af Aðalsteini Baldurssyni formanni Framsýnar. Fundurinn verður haldinn í matsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Þórshöfn. 

Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar eru hvattir til að mæta á fundinn. Hægt verður að kjósa um samninginn á fundinum og einnig á skrifstofu V.Þ. Það er þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Skrifstofan er opin frá kl. 09:00 til 12:00. 

Kosningu lýkur kl. 12 að hádegi fimmtudaginn 16. janúar.

Rétt er að taka fram að kjarasamningurinn gildir ekki fyrir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum.           

                  Þórshöfn 7.janúar 2014 
                Stjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar

Deila á