Formaður Framsýnar skrifaði grein inn á heimasíðuna í gær um kjaramál. Þar kom hann inn á þátt forseta ASÍ í málinu sem formaður telur að hafi ekki komið fram heiðarlega gagnvart láglaunafólki og forystumönnum þeirra félaga innan Starfsgreinasambandsins sem ekki skrifuðu undir kjarasamninginn 21. desember sl. Óhætt er að segja að greinin hafi vakið mikla athygli þar sem flestir netmiðlar hafa fjallað um greinina og birt hana. Þá hefur fjöldi fólks lýst yfir ánægju sinni með greinina.