Guðrún Helga sigraði í jólagetrauninni

Búið er að draga í jólagetraun heimasíðunnar. Fyrir nokkrum dögum síðan bitist mynd af manni hér á heimasíðunni.  Spurt var, hver er maðurinn?  Hann reyndist vera Jónas Aðalsteinn Sævarsson sem er ættaður frá Vopnafirði. Fjölmargir tóku þátt og sendu inn svör. Nú er búið að draga og Guðrún Helga Hermannsdóttir sigraði. Hún fær að gjöf hangikjöt frá Fjallalambi og viku dvöl í orlofsíbúð Framsýnar í Kópavogi. Hafliði Jósteinsson og Ásrún Árnadóttir voru einnig dregin út og fengu þau konfektkassa að gjöf. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í þessum jólaleik fyrir þátttökuna. Áfram, gleðileg jól.

Deila á