Gamlárshlaup „Skokka“ á Húsavík – Sundlaug Húsavíkur kl. 13

Gamlárshlaup Hlaupahópsins Skokka verður haldið á Húsavík á Gamlársdag. Hlaupið hefst kl. 13:00 við sundlaugina á Húsavík. Í boði verða þrjár vegalengdir 3, 5 og 10 km. Þátttakendur á öllum aldri eru boðnir velkomnir og ákveða sjálfir hvort þeir ganga eða hlaupa. Tímataka verður á tveim lengri vegalengdunum.

Skráning við Sundlaug Húsavíkur kl. 12:15 á Gamlársdag. Norðuþing bíður íbúum og gestum frítt í sund á Gamlársdag, opið til kl. 15:00.

Deila á