Rétt er að taka fram að kjarasamningurinn sem var undirritaður 21. desember milli aðildarsambanda ASÍ og Samtaka atvinnulífsins nær ekki til félagsmanna Framsýnar sem starfa hjá ríkinu eða sveitarfélögum. Það sama á við um sjómenn innan Framsýnar. Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar verður boðuð til fundar í byrjun janúar þar sem tekin verður ákvörðun um hvernig staðið verður að kynningu og atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn.
Það sama má segja um Þingiðn. Stjórn félagsins mun einnig koma saman eftir áramótin og ákveða kynningu og atkvæðagreiðslu um samninginn. Vinsamlegast fylgist vel með heimasíðunni sem mun fjalla nánar um málið eftir áramótin.Ljóst er að mjög margir eru óánægðir með nýgerðan kjarasamning. Reiknað er með að Framsýn verði með nokkra kynningarfundi á félagssvæðinu í janúar um helstu atriði samningsins.