Hafið miklar þakkir fyrir

Í gær voru nokkrir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga kvaddir með viðhöfn. Starfsmennirnir eiga það sameiginlegt að hafa starfað lengi hjá stofnuninni eða í nokkra ártugi. Þeir eiga það einnig sameiginlegt að vera afbragðs starfsmenn enda fengu þeir fallegar gjafir í móttöku sem var haldin m.a. þeim til heiðurs. Þær eru: Guðrún Aðalsteinsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Vera Kjartansdóttir, Hallfríður Egilsdóttir, Emilía Guðrún Svavarsdóttir og Nanna Fornadóttir.

Magnaðar konur sem skilað hafa góðu starfi fyrir Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Guðrún Aðalsteinsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Vera Kjartansdóttir, Hallfríður Egilsdóttir, Emilía Guðrún Svavarsdóttir og Nanna Fornadóttir. Sjá myndir frá möttökuni í gær.

Deila á