Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna komu við á Hvammi, heimili aldraðra og færðu starfsmönnum og heimilismönnum bragðgóða tertu með jólakaffinu. Að sjálfsögðu voru allir syngjandi glaðir með glaðninginn frá stéttarfélögunum og þökkuðu vel fyrir sig.
Þorsteinn sem er heimilismaður á Hvammi tók við tertunni og spurði auk þess mikið út í veðrið og færðina.
Fanney Sigtryggsdóttir starfsmaður Hvamms aðstoðaði Þorstein við að ganga frá tertunni í kæli.