Jólagleði í Mývatnssveit

Þegar blaðamann heimasíðu stéttarfélaganna bar að garði í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit voru nemendur og starfsmenn í óða önn að skera laufabrauð. Laufabrauðsgerð og laufabrauðsskurður er gömul hefð og leggja Mývetningar áherslu á að styðja þessa nytsamlegu og skemmtilegu þjóðmenningu. Í Reykjahlíðarskóla skera nemendur laufabrauðskökurnar með hníf og nota ekki hjálpartæki s.s. laufabrauðshjól. Því verður hver kaka sannkallað persónulegt listaverk. Laufabrauðgerðin er hluti af Jólaþema sem stendur yfir  í skólanum. Í því fellst að skipulega er tekist á við ýmis verkefni tengd jólum s.s. bakstri og kökugerð, smíðum og matargerð. Þemadögum lýkur síðar með heljarins kvöldmat, þar sem nemendur, starfsmenn skólans og foreldrar gera sér glaðan dag.

 

Deila á