Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur verið boðuð til fundar í dag til að ræða stöðuna í kjaramálum. Áður var búið að gefa út að ekki yrði fundað aftur fyrr en eftir áramótin. Spurningin er, gerist eitthvað í dag? Formaður Framsýnar er í samninganefnd Starfsgreinasambandsins ásamt öðrum formönnum aðildarfélaga sambandsins.