Ari Páll formaður Siðanefndar

Á síðasta aðalfundi Framsýnar voru siðareglur samþykktar fyrir Framsýn. Siðareglurnar ná til félagsmanna sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið s.s. í stjórnum, nefndum og ráðum svo og aðra þá sem koma fram fyrir hönd félagsins og gegna trúnaðarstörfum fyrir Framsýn. Reglurnar eiga einnig við um starfsmenn félagsins. Ákvæði siðareglna félagsins eiga við hvort heldur fulltrúi Framsýnar þiggur laun fyrir störf sín eða ekki. Hlutverk Siðanefndar er að taka fyrir og úrskurða um kærur sem henni berast um brot á siðareglum Framsýnar.

Síðanefnd kom saman til fundar síðasta þriðjudag og skipti með sér verkum. Ari Páll Pálsson var kjörinn formaður Siðanefndar. 

 

Siðanefnd Framsýnar kom saman til fundar og fór yfir siðareglur félagsins og viðbrögð við brotum félagsmanna sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið. Siðanefndin var sammála um að vonandi þyrfti hún aldrei að koma saman aftur enda virði félagsmenn siðareglur félagsins. Hægt er að skoða siðareglurnar inn á heimasíðu stéttarfélaganna.

Deila á