Gleði í hjarta í jólakaffi stéttarfélaganna

Um þrjúhundruð manns komu í jólakaffi stéttarfélaganna í dag í fallegu vetrarveðri. Boðið var um rjúkandi kaffi, tertur frá Heimabakaríi og mögnuð tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Húsavíkur. Þá kom jólasveininn í heimsókn sem vakti mikla gleði hjá ungu kynslóðinni og reyndar hjá þeim eldri líka. Stéttarfélögin vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu við í dag og þáðu veitingar í boði félaganna fyrir komuna.  Sjá myndir frá stemningunni  í dag.

 

Deila á