Siðanefnd fer yfir starfsreglurnar

Á síðasta aðalfundi Framsýnar var gengið frá siðareglum fyrir félagið. Þá var einnig gengið frá kjöri á þriggja manna siðanefnd og tveimur til vara. Eftirfarandi einstaklingar hlutu kosningu:
Aðalmenn: Ari Páll Pálsson, Fanney Óskarsdóttir, Þóra Kristín Jónasdóttir. Varamenn: Friðrik Steingrímsson og Friðrika Illugadóttir. Nefndin hefur nú verið boðuð saman til fundar mánudaginn 16. desember kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Tilgangur fundarins er að fara yfir siðareglurnar og ganga frá kjöri á formanni nefndarinnar.

Deila á