Hið margrómaða Fréttabréf stéttarfélaganna er komið til Húsavíkur og fer í dreifingu á morgun. Að venju er bréfið fullt af efni. Góða skemmtun ágætu lesendur, það er nær og fjær, en blaðið er gefið út í 2000 eintökum og dreift um félagssvæði stéttarfélaganna og til áskrifenda víða um land.