Allir velkomnir í jólaboðið á laugardaginn

Að venju bjóða stéttarfélögin Þingeyingum og reyndar landsmönnum öllum í jólakaffi laugardaginn 14. desember í fundarsal stéttarfélaganna. Boðið stendur frá kl. 14:00 til 18:00. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í kaffi auk þess sem boðið verður upp tertu, góða tónlist og þá verða jólasveinar á svæðinu ásamt gesti sem mun hafa fjórar fætur. Gangi allt eftir verða jólasveinarnir á svæðinu milli kl. 15:30 og 16:00.

Deila á