Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt trúnaðarmönnum félagsins á vinnustöðum og starfsmönnum funduðu í gær í fundarsal félagsins. Aðalumræðuefni fundarins voru kjaramál. Eftir hefðbundinn fund var boðið upp á kvöldverð og magnaða dagskrá sem skemmtinefnd Framsýnar sá um.
Það var töluvert sungið í gær. Hér tekur skemmtinefndin lagið.
María var ánægð með kvöldverðin eins og aðrir fundarmenn.
Það var stanslaus skemmtidagskrá í tvo tíma í gær.
Þau eru bæði ættuð frá Raufarhöfn, Páll og Svava. Að sjálfsögðu voru þau hress í gær.