Stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar kom saman til fundar í gær. Þar var samþykkt að senda frá sér svohljóðandi samþykkt um mikilvægi þess að versla í heimabyggð: „Stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar vill hvetja, sem aldrei fyrr, Húsvíkinga og nærsveitunga, til að versla í heimabyggð og nýta sér þá þjónustu og vöruúrval sem hér er í boði. Óformleg verðkönnun sýnir að vöruverð t.a.m í sérvöruverslunum er oft lægra hér heldur en í nágrannabyggðum. Með verslun í heimabyggð stuðlum við að atvinnusköpun og búsetugæðum.“