Gerir ráð fyrir 5% hækkun á gjaldskrám

Samkvæmt svari frá Skútustaðahrepp stendur til að hækka gjaldskrár sveitarfélagsins almennt um 5% fyrir utan gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar, í ákveðnum tilfellum er um að ræða meiri hækkanir þar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver hækkunin þarf að vera  á sorphirðugjöldum þar sem nægjanlegar upplýsingar liggja ekki fyrir svo hægt sé að taka ákvörðun í málinu, það er hverjar hækkanirnar þurfa að vera á sorphirðugjöldum.

Deila á