Hefð er fyrir því innan Framsýnar að halda lokafund stjórnar og trúnaðarmannaráðs á aðventunni á hverju ári. Seturétt á fundinum hafa einnig starfsmenn félagsins sem og trúnaðarmenn Framsýnar á vinnustöðum. Eftir hefðbundin fundarstörf verður síðan boðið upp á jólamat og skemmtiatriði að bestu gerð sem stjórnar og trúnaðarráðsmenn sjá sjálfir um. Á jólafundinum er gleðin ávalt við völd enda mikilvægt öllu félagsstarfi að hafa bæði gagn og gaman af starfinu.
Stjórn, trúnaðarmannaráð, trúnaðarmenn og starfsmenn félagsins funda saman næsta föstudag en um er að ræða lokafund ársins. Þó gæti samninganefnd félagsins orðið að koma saman síðar í desember takist að semja fyrir áramót við Samtök atvinnulífsins.