Lesendum heimasíðunnar fjölgar stöðugt

Það er í raun ótrúlegt hversu margir lesendur skoða heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum daglega. Þess má geta að í könnun/samantekt sem Starfsgreinasamband Íslands gerði kom fram að heimasíða stéttarfélaganna er sú virkasta innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. 

Samkvæmt vefmælinum síðustu daga eru heimsóknir inn á síðuna allt að 1.400 á dag sem er glæsilegt. Sem dæmi má nefna að síðasta föstudag heimsóttu tæplega 1.400 gestir síðuna, þar af höfðu 54,5% lesenda skoðað síðuna áður. Nýir lesendur, það er þeir sem ekki hafa skoðað hana áður, voru 45,5% lesenda. Á þessu má sjá að sífellt fleiri fylgjast með starfi stéttarfélaganna enda félögin þekkt fyrir öfluga starfsemi.

 Það er í raun magnað að allt að 1400 manns skuli skoða heimsíðu stéttarfélaganna daglega. Það er fólk á öllum aldri og úr flestum stéttum.

Deila á