Fréttabréf í vinnslu – unnið á vöktum

Þá eru blaðamenn, ljósmyndarar, setjarar, bílstjórar og allir hinir sem koma að því að skrifa og ganga frá Fréttabréfi stéttarfélaganna við störf. Fyrirhugað er að ljúka undirbúningi að útkomu Fréttabréfsins í næstu viku með það að markmiði að það komi út um 10. desember. Að sjálfsögðu verður Fréttabréfið fullt af efni enda efnistökin með mesta móti frá því að síðasta Fréttabréf kom út. Skiljanlega er eftirvæntingin mikil hjá lesendum blaðsins. Jólafréttabréfið er fyrirboði þess að jólin eru framundan eftir nokkrar vikur.

Þorsteinn Ragnarsson er hér að skoða gamalt Fréttabréf. Hann bíður væntanlega með öndina í hálsinum líkt og aðrir lesendur eftir næsta Fréttabréfi  sem kemur út eftir nokkra daga.

Deila á