Ósk sprengir heimasíðuna 641.is

Grein sem Ósk Helgadóttir skrifar á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is hefur fengið ótrúlega mikla lesningu og hafa netmiðlar tekið greinina af heimasíðu stéttarfélaganna og birt hana. Þúsundir manna lesið greinina. Í yfirlýsingu frá ritstjóra þeirrar ágætu síðu 641 kemur eftirfarandi fram: „Aðsóknarmet var slegið á 641.is í dag. Þegar þetta er skrifað kl: rúmlega 21:00 hafa mælst hátt í 9000 skoðanir (views) á vefnum sem er glæsilegt nýtt met. Magnaður pistill frá Ósk Helgadóttur frá Merki í Fnjóskadal og skólaliða við Stórutjarnaskóla, á næstum allan heiðurinn af þessari ótrúlegu tölu eða rúmlega 8000 skoðanir. Lesendur hafa líkað (likes) meira en 2200 sinnum við pistilinn hennar sem er líka met. Gamla metið var rétt innan við 1000. Allt þetta gerist á einum sólarhring, sem er með ólíkindum á svona litlum vef eins og 641.is er…“

Deila á