Óska eftir upplýsingum um gjaldskrár breytingar sveitarfélaga

Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í dag var samþykkt að óska eftir upplýsingum frá sveitarfélögum á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hvort áætlað sé í fjárhagsáætlunum að hækka gjaldskrár þeirra fyrir árið 2014.

 Þess er óskað að fyrirspurninni verði svarað fyrir 6. desember nk. en þá er næsti fundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs.  Sveitarfélögin eru, Tjörneshreppur, Norðurþing, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur.

 

 

Deila á