Á síðasta ári keyptu félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum 1900 miða í Hvalfjarðargöngin á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þetta þýðir að þeir spöruðu sér alls kr. 665.000,- með því að kaupa miðana á skrifstofunni þar sem það er mun ódýrara en að kaupa þá þegar farið er í gegnum göngin. Fullt verð er kr. 1000 en félagsmenn fá miðann á kr. 650. Eins og sjá má, leynast kjarabæturnar víða, ekki bara í launum starfsmanna. Þess má geta að annað kvöld birtast hér á síðunni mjög jákvæð frétt og varðar samkomulag sem Framsýn ætlar að undirrita í Reykjavík á morgun. Eins og er, er um trúnaðarmál að ræða en það er full ástæða til að fara inn á heimasíðuna annað kvöld ágætu lesendur.