Villi ánægður með sendinguna

Lífið er ekki bara alvara heldur verða menn að hafa gaman að því líka, ekki síst þegar jólin eru framundan.   Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, færði félaga sínum og samstarfsmanni, Vilhjálmi Birgissyni formanni Verkalýðsfélags Akraness, að gjöf ekta heimareykt hangikjöt af feitum sauð þegar þeir hittust á dögunum í Karphúsinu en Aðalsteinn er þekktur frístundabóndi á Húsavík.  Að sjálfsögðu var Villi ánægður með að fá vænt hangilæri að gjöf fyrir jólin og þakkaði vel fyrir sig.

Villi með hangikjötið góða frá formanni Framsýnar í Karphúsinu í Reykjavík.

Deila á