Skiptir samstaða máli var yfirskrift málþings sem VG stóð fyrir í Iðnó á laugardaginn. Málþingið hófst kl. 13:00 og stóð vel fram eftir degi. Einn af frummælendum á fundinum var Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar. Erindi hans var yfirskriftina, Varðstaða um velferðina. Fimm aðrir frummælendur komu fram á fundinum. Þau eru:
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldskólakennara
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands
Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB
Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur
Ráðstefnustjórar voru Ögmundur Jónasson og Sjöfn Ingólfsdóttir.
Eftir framsögurnar var opnað fyrir fyrirspurnir frá fundarmönnum en þingið var opið öllum. Þingið fór vel fram og miklar og góðar umræður urðu útfrá erindum frummælenda. Þess má geta að kjaramál eru töluvert til umræðu þessa daganna enda kjarasamningar lausir og í því sambandi hefur formaður Framsýnar verið beðinn um að tala á fundum sem tengist kjaramálaumræðu.
Fundarmenn voru hugsandi á svip yfir ræðum frummælenda á opnu málþingi VG um kjarabaráttu og verkalýðsmál sem fram fór í Iðnó síðasta laugardag.
Eftir erindin voru pallborðsumræður. Fjölmargar spurningar komu frá fundarmönnum sem frummælendur leituðust við að svara eftir bestu getu. Hér er formaður Framsýnar í ræðustól.
Sjöfn Ingólfsdóttir og Ögmundur Jónasson voru ráðstefnustjórar á þinginu.