Ályktun Framsýnar frá því í gær um kjaramál sem lesa má hér neðar á síðunni hefur vakið gífurlega mikla athygli og fengið töluverða umfjöllun. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið og þá hafa fjölmargir haft samband við Skrifstofu stéttarfélaganna með póstum og samtölum og þakkað fyrir góða ályktun. Það er greinilega skilningur meðal fólks á því að lægstu launin í þjóðfélaginu hækki sérstaka í komandi kjarasamningum sem er vissulega jákvætt. Vonandi skilja Samtök atvinnulífsins skilaboðin.