Rölt um bæinn

Þegar formaður Framsýnar var á ferðinni í Grindavík á þriðjudaginn bauð formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, Magnús Már Jakobsson, honum í skoðunarferð um bæinn. Meðal annars var komið við á einni merkustu bryggjukrá landsins sem er í Grindavík sem fjölmargir heimsækja s.s. sjómenn sem eiga leið um höfnina, heimamenn og gestir. Vertinn á staðnum stendur reglulega fyrir opnum fundum um málefni dagsins á hverjum tíma. Að sögn heimamanna eru umræðurnar oft mjög fjörugar.  Vertinn bauð Aðalsteini að koma við tækifæri og vera ræðumaður dagsins á kránni.

Magnús Már Jakobsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur bauð Aðalsteini formanni Framsýnar í bæjarrölt um Grindavík. Magnús hefur verið að gera góða hluti í Grindavík eftir að hann tók við félaginu á síðasta aðalfundi þess.

Deila á