Við sögðum frá því að Framsýn hefði haldið trúnaðarmannanámskeið í Mývatnssveit í síðustu viku. Námskeiðið fór vel fram og voru trúnaðarmenn mjög ánægðir með námskeiðið. Framsýn leggur mikið upp úr öflugri fræðslu fyrir trúnaðarmenn og að á hverjum vinnustað séu trúnaðarmenn til staðar. Í dag eru trúnaðarmenn á öllum helstu vinnustöðum á félagssvæðinu. Rétt er að skora á starfsmenn þeirra vinnustaða, þar sem ekki eru til staðar trúnaðarmenn, að kjósa þá nú þegar. Þannig eflum við best starfsemi Framsýnar og þar með félagsmanna. Nánari upplýsingar um trúnaðarmenn og hlutverk þeirra er hægt að nálgast á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Það er landslið trúnaðarmanna í Framsýn. Þeim er reglulega boðið upp á trúnaðarmannanámskeið. Eitt slíkt var í Mývatnssveit í síðustu viku.