Í dag komu félagarnir og þingmennirnir, Kristján Möller og Árni Páll Árnason, sem jafnframt er formaður Samfylkingarinnar í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir fengu kynningu á starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum auk þess sem þeir spurðu út í atvinnuástandið á svæðinu og væntingar heimamanna til atvinnuuppbyggingar á Bakka. Að sjálfsögðu varð einnig umræða um stjórnmálaástandið í þjóðfélaginu. Rétt er að taka fram að þingmenn eru ávalt velkomnir í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna enda mikilvægt fyrir þingmenn að vera í góðu sambandi við grasrótina og fyrir grasrótina að vera í góðu sambandi við þá sem stjórna landinu á hverjum tíma.
Þingmennirnir Árni Páll og Kristján Möller fengu fræðslu um starfsemi stéttarfélaganna í dag. Eyrún Guðmundsdóttir frá Raufarhöfn sem er félagsmaður í Framsýn leit einnig við til að fá þjónustu.
Huld og aðrir starfsmenn stéttarfélaganna tóku þátt í umræðunum í dag sem voru að sjálfsögðu fjörugar.
Það er alltaf tekið vel á móti þingmönnum sem heimsækja Skrifstofu stéttarfélaganna. Hér er Aðalsteinn formaður Framsýnar með gestunum góðu.