Undanfarna daga hefur staðið yfir formannafundur aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands á Húsavík. Fundurinn hófst síðasta föstudag og héldu flestir heim á leið í dag eftir velheppnaðan fund. Auk þess að funda stóð Framsýn fyrir óvissuferð um Húsavík og Mývatnssveit í gær. Fundarmenn voru almennt mjög ánægðir með fundinn en helstu málefni fundarins voru, verðlagsmál, staða kjaraviðræðna við LÍÚ, sjómannaafslátturinn, fiskverðsmál, afnám laga um greiðslumiðlun, veiðigjöld og stjórn fiskveiða. Þá stóð Framsýn fyrir kynningu á starfsemi félagsins auk þess sem Bergur bæjarstjóri flutti tölu um atvinnulífið á Húsavík og væntanlega uppbyggingu á Bakka.Formenn sjómannafélaga innan SSÍ áttu góðan fund á Húsavík.
Tveir reyndir formenn, Kristjánn Gunnarsson í Keflavík og Konráð Alfreðsson á Akureyri ræða málin.
Þessi vél var mögnuð. Sævar Gunnarsson formaður SSÍ var lengi vélstjóri til sjós. Hann hafði orð á því að vélin sem hann stendur hafi verið afbrags góð. Formönnunum var boðið að skoða sjóminjasafnið á Húsavík auk þess sem Helguskúr og Hvalasafnið voru skoðuð.
Sjómennirnir ásamt mökum lögðu einnig leið sína í Mývatnssveit. Hér eru menn að fá sér kaffi og brauð í Vogafjósi áður en haldið var í Baðlónið.