Starfsmenn loðnubræðslunnar á Þórshöfn komu saman í gær til að móta kröfugerð vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Reiknað er með að kröfugerðin verði klár á næstu dögum og verði síðan kynnt fyrir forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Starfsmenn hafa farið þess á leit við formann Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson, að hann aðstoði starfsmenn við kjarasamningsgerðina sem hann hefur samþykkt. Reiknað er með samningafundi milli starfsmanna og SA um miðjan nóvember. Stefán trúnaðarmaður fer fyrir sínum mönnum í loðnubræðslu Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn.