Bændur eru um þessar mundir að hefja rúning á sínu sauðfé enda fæst mest fyrir haustrúna ull. Meðfylgjandi myndir eru teknar af bændum í Skarðaborg í Reykjahverfi við Húsavík um síðustu helgi en þá var rúningur á fullu. Sjá myndir:
Það er ekki auðvelt starf að rýja. Hér er Sigurður bóndi að taka ullina af einni fallegri lífgimbur.
Strákarnir í Skarðaborg eru duglegir að hjálpa foreldrum sínum við bústörfin.
Þórarinn Jónsson var að sjálfsögðu á svæðinu og fylgdist með strákunum. Hann dvelur nú á Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík en var áður stórbóndi í Skarðaborg.
Á stórbúi eins og í Skarðaborg þarf að setja marga lambhrúta til ásetnings á hverju hausti.
Töluvert er um að bændur og áhugamenn um sauðfjárrækt komi í heimsókn til Sigurðar bónda. Hér er einn slíkur, Jón Ágúst Bjarnason, að skoða fallegar gimbrar hjá bónandum í Skarðaborg.